Register
 
 
 
 
 

Reykjavíkurborg semur við Momentum og Gjaldheimtuna um innheimtuþjónustu 2018-2022


Momentum greiðsluþjónusta ehf. og Gjaldheimtan ehf. voru lægstbjóðendur í útboði Reykjavíkurborgar um innheimtuþjónustu til næstu 4ra ára eða áranna 2018-2022 og 30. nóvember sl. var skrifað undir samning við félögin um þessa þjónustu. Momentum og Gjaldheimtan hafa sinnt innheimtum fyrir Reykjavíkurborg frá árinu 2006 og þá hefur Gjaldheimtan sinnt innheimtuþjónustu fyrir Reykjavíkurborg frá stofnun félagsins árið 2003.

Momentum og Gjaldheimtan eru stolt af því að halda áfram samstarfi við Reykjavíkurborg. Á þeim árum sem Momentum og Gjaldheimtan hafa þjónustað Reykjavíkurborg með innheimtur hefur gífurleg þróun átt sér stað, sérstaklega hafa rafrænar vinnslur og sjálfvirkni aukist mikið. Tekist hefur að hámarka nýtingu tækja, hugbúnað og mannafla og starfsfólk Momentum og Gjaldheimtunnar hlakkar til að halda áfram að vera útvörður Reykjavíkurborgar á þessu sviði áfram.


                                                                                                                                                                  Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Davíð B. Gíslason (t.v.), framkvæmdastjóri Momentum og Gjaldheimtunnar og Birgir Björn Sigurjónsson (t.h.), fjármálastjóri Reykjavíkurborgar


Innheimtuþjónusta á traustum grunni

 Gjaldheimtan ehf. veitir alhliða innheimtuþjónustu vanskilakrafna og byggir á traustum grunni. Félagið leggur mikla áherslu á að innheimtufé sé skilað jafnskjótt og mögulegt er í samráði við kröfuhafa og býður kröfuhöfum að laga innheimtuferlið eftir því sem þeim hentar. Meginreglan er að kröfuhafar þurfa ekki að greiða áfallinn innheimtukostnað, jafnvel þó að krafa innheimtist ekki.

  

Verkferli löginnheimtu

Hvað felst í verkefninu "Löginnheimta"
 

 

Starfsfólk og stjórnendur Gjaldheimtunnar hafa áratuga reynslu af starfi við innheimtur innan þess ramma sem réttarkerfið hefur sett utan um þannig starfsemi.

Samanlögð reynsla okkar kemur viðskiptavinum okkar að verulegu gagni við að ná árangri í innheimtu vanskilakrafna, en einnig í þeirri ráðgjöf sem við veitum viðskiptavinum okkar.  Til að auðvelda viðskiptavinum okkar að átta sig á ferlinu sem krafa fer í gegnum frá því að við tökum við henni, höfum við sett upp eftirfarandi skýringarmynd á löginnheimtuferlinu.

 

 

Formlegt löginnheimtuferli okkar hefst almennt á löginnheimtubréfi.  Tryggja þarf að á undan löginnheimtubréfinu hafi verið send út lögboðin innheimtuviðvörun, en hafi það ekki verið gert er ekki heimilit að halda áfram löginnheimtu.  Hafi krafa farið í gegnum milliinnheimtu hjá Momentum, áður en hún barst til Gjaldheimtunnar til löginnheimtu, er send lögbundin innheimtuviðvörun frá Momentum.  Hafi krafa hins vegar ekki verið til meðferðar hjá Momentum þarf að ganga úr skugga um að innheimtuviðvörun hafi verið send og að afrit af viðvöruninni liggi fyrir.

Bregðist greiðandi hvorki við innheimtuviðvörun né löginnheimtubréfi, fer krafan í annan tveggja ferla:  Send er greiðsluáskorun sem undanfari aðfararbeiðni ef krafan er aðfararhæf, eða send er stefna ef krafa þarf dómsviðurkenningu fyrir aðfararhæfni.  Að þessu fengnu er gefin út aðfararbeiðni sem starfsfólk okkar síðan fylgir eftir með þeim fullnustuaðgerðum sem lög leyfa.

 

 

 

 

 

Starfsfólk Gjaldheimtunnar ehf. hefur mikla reynslu af innheimtu vanskilakrafna og er reiðubúið að svara fyrirspurnum um þjónustu félagsins hvenær sem er.

Hægt er að greiða kröfur inn á reikning

Gjaldheimtunnar ehf.

kt. 711003-2230,
0348 - 26 - 12000

IBAN:IS400348260120007110032230

SWIFT:ESJAISRE

 

Opið:  mánudaga - föstudaga frá kl. 08 - 16

 

Persónuverndarstefna Gjaldheimtunnar

Gjaldheimtan ehf. l Laugavegi 182, 105 Reykjavík l Sími: 570 5500 l Fax: 570 5501 l Netfang: gjaldheimtan@gjaldheimtan.is
DotNetNuke Admin Login SKYRR Veflausnir